þriðjudagur, 27. mars 2007

Halló sætu spætur

Eins og þið vitið er einstaklega knappur tíminn í næsta klúbb!!! Þannig að það er best fyrir alla að byrja að lesa sem fyrst!!!!

Var hins vegar að hugsa um hvort það væri í lagi fyrir alla að breyta dagsetningunni frá 10. apríl til 11.?????

Bókin sem lesin er núna er Viltu vinna milljarð??
Ég er sko búin að lesa (liggaliggalálá) og fannst hún áhugaverð!

Er með bókina heima þannig að ef einhvern vantar....hafiði þá samband!!!!
Fyrstur kemur... fyrstur fær!!!!

Eve Gonzalez

miðvikudagur, 21. mars 2007

Taka tvö...

Jæja stúlkur,

eftir nánari athugun hef ég ákveðið að best sé að allir séu með sinn sérstaka aðgang að þessari bloggsíðu. Ég var við það að fá taugaáfall yfir þessu öllu saman hérna áðan, þetta hefur breyst dulítið frá því að ég var að blogga hérna í den!

En þið getið sem sagt notað ykkar hotmail eða gmail adressu, sem ég vona að allir séu með, þið þurfið bara að gera nýtt password fyrir bloggið. Sendið mér e-mail ef þetta er eitthvað óljóst...

Ég biðst forláts á þessu veseni á mér!

Þórdís tölvuNÖRD

Ps: eigum við að hafa síðuna læsta, kommentin læst eða allt opið?

Vessgú!

Jæja hér er þá þessi virðulega bloggsíða komin á laggirnar!

Ég ákvað að hafa bara einn notanda, en það er möguleiki að hafa marga notendur og þá kemur alltaf posted by og svo nafn hvers notanda eftir hans færslur. En það þurfa hins vegar allir notendur að vera með google account og ég efast um að það séu allir með svoleiðis þannig að við þurfum einfaldlega að skrifa nafnið okkar sjálfar við færslurnar okkar :)

Eigum við þá að hefja formlega nafnasamkeppni hérna á þessu vefsíðutetri!?