þriðjudagur, 19. febrúar 2008

Næsta bók - Ykkar er valið!!

Sælar stúlkur!

Til að stytta okkur biðina eftir stráknum hennar Sigurrósar :) datt mér í hug að koma með tvenns konar uppástungur að næstu lestrarupplifun Skruddnanna!

1.hugmynd: Að lesa bók eftir Knut Hamsun (já jú, kanóna og svoleiðis, en þarf kannski ekki að vera voðalega þungur).
Annaðhvort Pan eða íslensku þýðinguna Loftskeytamanninn (n. Svermeren) sem kom út nú fyrir stuttu.
Fyrir þá sem vilja eitthvað úr heimsbókmenntunum...

2.hugmynd: Að lesa 2 bækur eftir Ole Lund Kirkegaard (þetta er barnabækur þannig að við getum ekki verið þekktar fyrir annað en að lesa tvær; þær sem eiga börn geta lesið þær fyrir börnin sín ;) )
Af mörgu er að taka úr höfundarverki hans: Albert, Hodja frá Pjort, Ottó nashyrningur, Gúmmí-Tarzan, Fúsi froskagleypir, Fróði og allir hinir grislingarnir og eflaust margar fleiri -- fólk getur þá valið einhverjar tvær sem skapar skemmtilegar umræður, og hægt að bera saman skemmtilegar myndir ;)

Hvað segið þið nú, stúlkur? Hvora tillöguna líst ykkur betur á, og hvað viljið þið þá lesa af þessu?

Bestu kveðjur,
Eyrún Ellý