mánudagur, 16. júlí 2007

Grasagarðurinn 30. júlí

Eigum við þá að segja að við hittumst 30. júlí í Grasagarðinum?
Hvernig finnst ykkur síðdegið, kl.17 kannski?
Ég ætla að minnsta kosti að taka með mér teppi, sólhatt, eitthvað að eta og drekka
og hella mér í umræður um einhverjar "tristustu" hetjur heimsbókmenntanna

Heathcliff




og

Catherine




Bestu lestrarkveðjur,
Eyrún

miðvikudagur, 4. júlí 2007

Heathcliff! It's me, it's Cathy!




Sælar stúlkur mínar!
Ef mig misminnir ekki höfðum við ekki talað um neinar dagsetningar fyrir Grasagarðshittinginn okkar.
Fyrir þær sem ekki komu síðast ákváðum við að næsta bók yrði Wuthering Heights, eina skáldsaga Emily Bronte. Og til að toppa stemninguna datt okkur í hug að hittast í Grasagarðinum og spjalla í góða veðrinu.
Nú er spurning, hvenær hentar? Ég er reyndar ekki byrjuð að lesa (datt aðeins niður í aðra bók) en væri til í seinni part mánaðarins.
Sting hér með upp á fimmtudegi 26. júlí, mánudegi 30. júlí eða þriðjudegi 31. júlí. Opið fyrir tillögur í kommentakerfi - allir að kommenta.

Kv. Eyrún