mánudagur, 16. júlí 2007

Grasagarðurinn 30. júlí

Eigum við þá að segja að við hittumst 30. júlí í Grasagarðinum?
Hvernig finnst ykkur síðdegið, kl.17 kannski?
Ég ætla að minnsta kosti að taka með mér teppi, sólhatt, eitthvað að eta og drekka
og hella mér í umræður um einhverjar "tristustu" hetjur heimsbókmenntanna

Heathcliff
og

Catherine
Bestu lestrarkveðjur,
Eyrún

16 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég mæti. Helga

Regnhlif sagði...

ég held ég komist!

Regnhlif sagði...

Seinni myndin er svona felumynd þar sem maður getur annað hvort sé unga konu eða gamla.

Svanhvít sagði...

Sælar snótir!

Eyrún hefur náðarsamlegast boðið mér að vera með í ykkar fríða flokki, og ég er alveg meira en til í það, enda allt föngulegar og sprenglærðar stúlkur sem hægt er að hafa vitrænar samræður við um bókmenntir og aðrar listir.

30. júlí hljómar vel og eitthvað segir mér að sólin eigi eftir að skína...

Ranna sagði...

Jújú fjarlimurinn mætir held ég barasta..
kv. Rannsý P.

Nafnlaus sagði...

Frábært!
Haldiði svo bara áfram að lesa þangað til! ;)

Þórdís sagði...

Ég kem!

Regnhlif sagði...

Djók ég kemst ekki... held ég. Var allavega að fatta að Einar á afmæli þennan dag. Samt kemst ég kannski.

Nafnlaus sagði...

Fagna komu Svanhvítar í okkar fríða flokk. Bögg að Regnhlíf komist ekki - en ég hrósa henni í hástert fyrir að muna eftir afmælisdegi ástmannsins með svona löngum fyrirvara (annað en sumir). Ætli ég muni að sækja minn á morgun upp á flugvöll?
Helga

Nafnlaus sagði...

Og meðan ég man: Búin að lesa.
Helga.

Sigurrós sagði...

jeij! ég kemst! á bara 100 bls. eftir sem verða kláraðar um helgina :)

Nafnlaus sagði...

Jamms...ætli maður komist ekki bara....mæli samt með því að einhver ykkar minni mig á þetta. Er orðin svo kölkuð!

Las bókina fyrir svona ári...hef engan tíma til að lesa hana aftur. Vona bara að ég muni eitthvað!

Eva

Þórdís sagði...

Jæja stelpur, eruð þið búnar að kíkja á veðurspána? Spáð rigningu í Grasaferðinni okkar :( Spurning um að skjóta sér þá bara inn á Kaffi Flóru og eta og kjafta þar...?

Svanhvít sagði...

Já, nú er málið held ég að taka með sér regnHlíf og skottast inn í Flóru. Sjáumst þá á eftir?

Þórdís sagði...

Jæja það lítur út fyrir að ég komist ekki í dag, *snökt*
Góða skemmtun stúlkur mínar!

Regnhlif sagði...

Var gaman í gær?:)