sunnudagur, 25. nóvember 2007

Desember

Hæ!
Ég ætlaði að vera löngu búin að skrifa hérna inn. En hér kemur það! Við ákváðum eiginlega að ég myndi halda næsta klúbb, enda hef ég aldrei haldið áður, vegna ónothæfs húsnæðis:) En núna ætla ég sem sagt að bjóða ykkur heim til Einars.

Eins og hefur komið fram vorum við að spá í að hafa eitt spilakvöld, og spila fimbulfamb! (eða eitthvað annað ef þið viljið). Þá er kannski best að sleppa því bara alveg að lesa bók í það skiptið. Enda hefur fólk líka rosalega mikið að gera um þessar mundir.

En hvað segið þið, haldið þið að það sé möguleiki að skvísa inn einu spilakvöldi í desember, eða neyðumst við til að fresta þessu alveg fram í janúar?

Hvernig er vikan 3.-7. des? Hún væri fín fyrir mig...
Endilega tjáið ykkur um þetta:)

Kv. Hlíf

þriðjudagur, 6. nóvember 2007

Barn náttúrunnar hjá Siggu

Við höfum nú ekki verið mjög duglegar að uppfæra síðuna undanfarið...
en nú verður gerð bragarbót á!
Við hittumst fimm heima hjá Siggu Önnu í gærkvöld og spjölluðum um Barn náttúrunnar. Þið sem mættuð ekki, misstuð af heilmiklum og áhugaverðum umræðum um bókina sem snerust í lokin um hvernig eigi að miðla efni og "kanónum" til (mis)fávísra íslenskra ungmenna! Mjög þarfar umræður og allir höfðu sína skoðun!
Desemberhittingurinn var svo sem ekki fastnegldur en Hlíf bauðst til að halda hann. Hugmyndir voru líka um að spila og hafa kósí svona rétt fyrir jólin og þá kannski láta bóklesturinn aðeins bíða í staðinn... hvað segið þið um það?

Bara svona rétt í lokin:
Hérna er hægt að prófa Evrópuþekkingu sína, svona eins og við vorum að ræða í gær ;)