föstudagur, 21. september 2007

Uppfærsla á síðunni

Takk fyrir síðast!
Eins og þið sjáið hef ég aðeins verið að fikta í síðunni og bæta við upplýsingum.

Ég man hins vegar ekki alla titlana sem við höfum lesið, endilega bætið við ef það er eitthvað sem vantar!

Næsti klúbbur hefur ekki verið ákveðinn og nú bíðum við eftir að Eva upphugsi einhverja skemmtilega bók! :)

Kveðja, Eyrún

þriðjudagur, 11. september 2007

CANCEL!!!!

Elsku rúsínurnar mínar!!!

Því miður kom dálítið upp á og ég þarf að fresta bókaklúbbnum.
Datt í hug að fresta því bara um viku og hafa hann þá fimmtudaginn 20.

Vonandi fyrirgefiði mér þetta :(

Eva

mánudagur, 10. september 2007

LOKSINS!!!!

Jæja dömur.

Það er komið að næsta bókaklúbbi.
Afsakið töfina... það er búið að vera dálítið mikið að gera sko.

EN...
Loks er komið að þessu.
Á fimmtudagskvöldið næstkomandi verður bókaklúbbur að Bjallavaði 13, íbúð 209.
Eins og áður var lofað verður þetta tertuboð (ég held mig ennþá við það, sjáum til hvernig það verður á fimmtudag ;)

Hlakka til að sjá ykkur allar

Eva