miðvikudagur, 22. ágúst 2007

Hvað svo?

Hauriði, stelpur, hvað ætluðum við að lesa næst?

Ef ég gref ofsa, ofsa langt oní hausinn minn held ég að mig minni að mig rámi í að við vorum eitthvað búnar að tala um að lesa soldið Harry Potter. Auðvitað gæti það bara verið bölvuð ekkisens della í mér og kæmi mér alls ekki á óvart.

Hver ætlaði að halda þennan dularfulla klúbb og hvenær á hann að vera? Einhverra hluta vegna er ég alveg sjúr á því að við höfðum ætlað að hittast seinni partinn í ágúst.

Eriggi allir í stuði?
Helga.