miðvikudagur, 22. ágúst 2007

Hvað svo?

Hauriði, stelpur, hvað ætluðum við að lesa næst?

Ef ég gref ofsa, ofsa langt oní hausinn minn held ég að mig minni að mig rámi í að við vorum eitthvað búnar að tala um að lesa soldið Harry Potter. Auðvitað gæti það bara verið bölvuð ekkisens della í mér og kæmi mér alls ekki á óvart.

Hver ætlaði að halda þennan dularfulla klúbb og hvenær á hann að vera? Einhverra hluta vegna er ég alveg sjúr á því að við höfðum ætlað að hittast seinni partinn í ágúst.

Eriggi allir í stuði?
Helga.

6 ummæli:

Þórdís sagði...

Þó svo að ég hafi klikkað á síðasta fundi þá veit ég að við eigum að lesa Harry kallinn og Eva ætlar að halda klúbbinn. Ég hef því meður ekki dagsetningu handa þér!

Regnhlif sagði...

Gott að vita. Ég þarf nefninlega að vita þetta með fyrirvara því ég þarf að lesa heilar þrjár harrí potter bækur (ég reikna með því að bókin sem um ræðir sé sú síðasta). Hins vegar er ég að fara til Londons á þriðjudaginn, svo það er allendis óvíst að ég komist í klúbbinn, nema honum verði frestað fram í ágúst.

Regnhlif sagði...

úbs. ég meinti fram í sept.

Þórdís sagði...

Nei það var víst þannig að ef þú hefur ekki lesið neina bók þá máttu bara lesa þá fyrstu, annars lestu bara eftir því hvar þú ert stödd, við ætlum ekki að ræða söguþráðinn sérstaklega... að ég held... Ég er a.m.k. Harry Potter virgin og er að lesa þá fyrstu... :)

Regnhlif sagði...

OK. Sniðugt. Ég hef amk lesið nokkrar. En ég kem heim 1. sept.

Sigurrós sagði...

heyrið, líst vel á harry karlinn þó svo að ég sé ekki byrjuð. En hvað segiði, hvenær eigum við að hittast?