Jæja þá er þetta held ég ákveðið. Mér sýndust flestir (ef þeir á annað borð komast) geta komið 6. desember.
Þann 6. desember verður haldinn bóka-spilaklúbbur. Fimbulfamb eða önnur spil verða spiluð en engin bók verður lesin að þessu sinni. Boðið verður upp á léttar veitingar. Klúbburinn verður haldinn að Eggertsgötu 24, íbúð 508 (efsta hæð) og hefst um kl.20:30.
Vonast er til að sem flestir sjái sér fært að mæta, en jafnvel þótt það verði kannski fámennt, verður örugglega góðmennt.
Ég er sko að fara að halda fyrirlestur um þolmynd á morgun, þess vegna tróð ég inn eins mörgum þolmyndarsetningum og ég gat.
Sjáumst! Hlíf
sunnudagur, 2. desember 2007
sunnudagur, 25. nóvember 2007
Desember
Hæ!
Ég ætlaði að vera löngu búin að skrifa hérna inn. En hér kemur það! Við ákváðum eiginlega að ég myndi halda næsta klúbb, enda hef ég aldrei haldið áður, vegna ónothæfs húsnæðis:) En núna ætla ég sem sagt að bjóða ykkur heim til Einars.
Eins og hefur komið fram vorum við að spá í að hafa eitt spilakvöld, og spila fimbulfamb! (eða eitthvað annað ef þið viljið). Þá er kannski best að sleppa því bara alveg að lesa bók í það skiptið. Enda hefur fólk líka rosalega mikið að gera um þessar mundir.
En hvað segið þið, haldið þið að það sé möguleiki að skvísa inn einu spilakvöldi í desember, eða neyðumst við til að fresta þessu alveg fram í janúar?
Hvernig er vikan 3.-7. des? Hún væri fín fyrir mig...
Endilega tjáið ykkur um þetta:)
Kv. Hlíf
Ég ætlaði að vera löngu búin að skrifa hérna inn. En hér kemur það! Við ákváðum eiginlega að ég myndi halda næsta klúbb, enda hef ég aldrei haldið áður, vegna ónothæfs húsnæðis:) En núna ætla ég sem sagt að bjóða ykkur heim til Einars.
Eins og hefur komið fram vorum við að spá í að hafa eitt spilakvöld, og spila fimbulfamb! (eða eitthvað annað ef þið viljið). Þá er kannski best að sleppa því bara alveg að lesa bók í það skiptið. Enda hefur fólk líka rosalega mikið að gera um þessar mundir.
En hvað segið þið, haldið þið að það sé möguleiki að skvísa inn einu spilakvöldi í desember, eða neyðumst við til að fresta þessu alveg fram í janúar?
Hvernig er vikan 3.-7. des? Hún væri fín fyrir mig...
Endilega tjáið ykkur um þetta:)
Kv. Hlíf
þriðjudagur, 6. nóvember 2007
Barn náttúrunnar hjá Siggu
Við höfum nú ekki verið mjög duglegar að uppfæra síðuna undanfarið...
en nú verður gerð bragarbót á!
Við hittumst fimm heima hjá Siggu Önnu í gærkvöld og spjölluðum um Barn náttúrunnar. Þið sem mættuð ekki, misstuð af heilmiklum og áhugaverðum umræðum um bókina sem snerust í lokin um hvernig eigi að miðla efni og "kanónum" til (mis)fávísra íslenskra ungmenna! Mjög þarfar umræður og allir höfðu sína skoðun!
Desemberhittingurinn var svo sem ekki fastnegldur en Hlíf bauðst til að halda hann. Hugmyndir voru líka um að spila og hafa kósí svona rétt fyrir jólin og þá kannski láta bóklesturinn aðeins bíða í staðinn... hvað segið þið um það?
Bara svona rétt í lokin:
Hérna er hægt að prófa Evrópuþekkingu sína, svona eins og við vorum að ræða í gær ;)
en nú verður gerð bragarbót á!
Við hittumst fimm heima hjá Siggu Önnu í gærkvöld og spjölluðum um Barn náttúrunnar. Þið sem mættuð ekki, misstuð af heilmiklum og áhugaverðum umræðum um bókina sem snerust í lokin um hvernig eigi að miðla efni og "kanónum" til (mis)fávísra íslenskra ungmenna! Mjög þarfar umræður og allir höfðu sína skoðun!
Desemberhittingurinn var svo sem ekki fastnegldur en Hlíf bauðst til að halda hann. Hugmyndir voru líka um að spila og hafa kósí svona rétt fyrir jólin og þá kannski láta bóklesturinn aðeins bíða í staðinn... hvað segið þið um það?
Bara svona rétt í lokin:
Hérna er hægt að prófa Evrópuþekkingu sína, svona eins og við vorum að ræða í gær ;)
föstudagur, 21. september 2007
Uppfærsla á síðunni
Takk fyrir síðast!
Eins og þið sjáið hef ég aðeins verið að fikta í síðunni og bæta við upplýsingum.
Ég man hins vegar ekki alla titlana sem við höfum lesið, endilega bætið við ef það er eitthvað sem vantar!
Næsti klúbbur hefur ekki verið ákveðinn og nú bíðum við eftir að Eva upphugsi einhverja skemmtilega bók! :)
Kveðja, Eyrún
Eins og þið sjáið hef ég aðeins verið að fikta í síðunni og bæta við upplýsingum.
Ég man hins vegar ekki alla titlana sem við höfum lesið, endilega bætið við ef það er eitthvað sem vantar!
Næsti klúbbur hefur ekki verið ákveðinn og nú bíðum við eftir að Eva upphugsi einhverja skemmtilega bók! :)
Kveðja, Eyrún
þriðjudagur, 11. september 2007
CANCEL!!!!
Elsku rúsínurnar mínar!!!
Því miður kom dálítið upp á og ég þarf að fresta bókaklúbbnum.
Datt í hug að fresta því bara um viku og hafa hann þá fimmtudaginn 20.
Vonandi fyrirgefiði mér þetta :(
Eva
Því miður kom dálítið upp á og ég þarf að fresta bókaklúbbnum.
Datt í hug að fresta því bara um viku og hafa hann þá fimmtudaginn 20.
Vonandi fyrirgefiði mér þetta :(
Eva
mánudagur, 10. september 2007
LOKSINS!!!!
Jæja dömur.
Það er komið að næsta bókaklúbbi.
Afsakið töfina... það er búið að vera dálítið mikið að gera sko.
EN...
Loks er komið að þessu.
Á fimmtudagskvöldið næstkomandi verður bókaklúbbur að Bjallavaði 13, íbúð 209.
Eins og áður var lofað verður þetta tertuboð (ég held mig ennþá við það, sjáum til hvernig það verður á fimmtudag ;)
Hlakka til að sjá ykkur allar
Eva
Það er komið að næsta bókaklúbbi.
Afsakið töfina... það er búið að vera dálítið mikið að gera sko.
EN...
Loks er komið að þessu.
Á fimmtudagskvöldið næstkomandi verður bókaklúbbur að Bjallavaði 13, íbúð 209.
Eins og áður var lofað verður þetta tertuboð (ég held mig ennþá við það, sjáum til hvernig það verður á fimmtudag ;)
Hlakka til að sjá ykkur allar
Eva
miðvikudagur, 22. ágúst 2007
Hvað svo?
Hauriði, stelpur, hvað ætluðum við að lesa næst?
Ef ég gref ofsa, ofsa langt oní hausinn minn held ég að mig minni að mig rámi í að við vorum eitthvað búnar að tala um að lesa soldið Harry Potter. Auðvitað gæti það bara verið bölvuð ekkisens della í mér og kæmi mér alls ekki á óvart.
Hver ætlaði að halda þennan dularfulla klúbb og hvenær á hann að vera? Einhverra hluta vegna er ég alveg sjúr á því að við höfðum ætlað að hittast seinni partinn í ágúst.
Eriggi allir í stuði?
Helga.
Ef ég gref ofsa, ofsa langt oní hausinn minn held ég að mig minni að mig rámi í að við vorum eitthvað búnar að tala um að lesa soldið Harry Potter. Auðvitað gæti það bara verið bölvuð ekkisens della í mér og kæmi mér alls ekki á óvart.
Hver ætlaði að halda þennan dularfulla klúbb og hvenær á hann að vera? Einhverra hluta vegna er ég alveg sjúr á því að við höfðum ætlað að hittast seinni partinn í ágúst.
Eriggi allir í stuði?
Helga.
mánudagur, 16. júlí 2007
Grasagarðurinn 30. júlí
Eigum við þá að segja að við hittumst 30. júlí í Grasagarðinum?
Hvernig finnst ykkur síðdegið, kl.17 kannski?
Ég ætla að minnsta kosti að taka með mér teppi, sólhatt, eitthvað að eta og drekka
og hella mér í umræður um einhverjar "tristustu" hetjur heimsbókmenntanna
Heathcliff
og
Catherine
Bestu lestrarkveðjur,
Eyrún
Hvernig finnst ykkur síðdegið, kl.17 kannski?
Ég ætla að minnsta kosti að taka með mér teppi, sólhatt, eitthvað að eta og drekka
og hella mér í umræður um einhverjar "tristustu" hetjur heimsbókmenntanna
Heathcliff
og
Catherine
Bestu lestrarkveðjur,
Eyrún
miðvikudagur, 4. júlí 2007
Heathcliff! It's me, it's Cathy!
Sælar stúlkur mínar!
Ef mig misminnir ekki höfðum við ekki talað um neinar dagsetningar fyrir Grasagarðshittinginn okkar.
Fyrir þær sem ekki komu síðast ákváðum við að næsta bók yrði Wuthering Heights, eina skáldsaga Emily Bronte. Og til að toppa stemninguna datt okkur í hug að hittast í Grasagarðinum og spjalla í góða veðrinu.
Nú er spurning, hvenær hentar? Ég er reyndar ekki byrjuð að lesa (datt aðeins niður í aðra bók) en væri til í seinni part mánaðarins.
Sting hér með upp á fimmtudegi 26. júlí, mánudegi 30. júlí eða þriðjudegi 31. júlí. Opið fyrir tillögur í kommentakerfi - allir að kommenta.
Kv. Eyrún
fimmtudagur, 14. júní 2007
Tapað-fundið!
Sælar stúlkur,
hver gleymdi ljósri Is it Zo úlpu hjá mér á þriðjudaginn!?
Hún hangir hérna inn í fataskáp hjá mér ef einhver saknar hennar :)
Þórdís.
hver gleymdi ljósri Is it Zo úlpu hjá mér á þriðjudaginn!?
Hún hangir hérna inn í fataskáp hjá mér ef einhver saknar hennar :)
Þórdís.
miðvikudagur, 30. maí 2007
Næsti klúbbur - stúlkur!
Í síðustu færslu stakk Þórdís upp á 5. júní, þriðjudegi. Ég vildi nú athuga með ykkur hvort þið væruð ekki til í að hafa hittinginn viku síðar, eða þriðjudaginn 12. júní. Ég er nefnilega alltaf að hugsa um heildina og Rannsí P. verður komin heim til sumardvalar þá. Svo fáum við alveg heila viku í viðbót til að lesa ;)
Hvað segið þið um þetta?
Kv. Eyrún
P.s. Bókaklúbbsferðin mikla í leikhús endaði á þann veg að ég, Helga og Sigurrós (aka. þrjár óðar kerlingar) fórum á Leg og skemmtum okkur konunglega. Djö. var þetta skemmtilegt leikrit! Vonandi fáið þið tækifæri til að sjá það í haust...
sunnudagur, 20. maí 2007
Leikhúsmál.
Guten abend!
Nú standa mál þannig að eiginmaður minn (ég er ennþá að venjast þessu...) mun gera mig að grasekkju í sumar eins og áður hefur komið fram, og mun að öllum líkindum fara af landi brott um eða eftir næstu helgi. Ég hef því ákveðið að fresta minni leikhúsferð í bili, því miður, og eyða í staðinn kvöldinu með mínum manni!
Eyrún og Helga eru ennþá ákveðnar í að fara, eftir því sem ég best veit, og ef það voru einhverjar fleiri sem ætla að fara í leikhúsið þá bara skuluð þið setja ykkur í samband við þær leikhússtöllur!
Ég vil svo minna ykkur Skruddur á að lesa fyrir næsta bókaklúbb, bókina Rokkað í Vittula. Hún er auðlesin og skemmtileg! Og hananú!
Við stefnum þá á næsta klúbb í byrjun júní. Einhverjar sérstakar óskadagsetningar? Hvað með þriðjudagskveldið 5. júní?
Tjáið ykkur!
Nú standa mál þannig að eiginmaður minn (ég er ennþá að venjast þessu...) mun gera mig að grasekkju í sumar eins og áður hefur komið fram, og mun að öllum líkindum fara af landi brott um eða eftir næstu helgi. Ég hef því ákveðið að fresta minni leikhúsferð í bili, því miður, og eyða í staðinn kvöldinu með mínum manni!
Eyrún og Helga eru ennþá ákveðnar í að fara, eftir því sem ég best veit, og ef það voru einhverjar fleiri sem ætla að fara í leikhúsið þá bara skuluð þið setja ykkur í samband við þær leikhússtöllur!
Ég vil svo minna ykkur Skruddur á að lesa fyrir næsta bókaklúbb, bókina Rokkað í Vittula. Hún er auðlesin og skemmtileg! Og hananú!
Við stefnum þá á næsta klúbb í byrjun júní. Einhverjar sérstakar óskadagsetningar? Hvað með þriðjudagskveldið 5. júní?
Tjáið ykkur!
mánudagur, 7. maí 2007
Skrudduafmæli
Kæru venur
Vil minna ykkur á að tveir af öðlingsmeðlimum Skruddnanna eiga afmæli í dag!
Fyrsta ber að nefna Bryndísi Hafnarfjarðarsnót og vinnuþjark (lesist: Biddí bló) - vonandi fær hún nú smá pásu í dag til að njóta dagsins.
Hitt afmælisbarnið er hún Rannsí okkar portkona (og jú það er hennar Gleðikonunafn), kvartöld!!. Hún er fjarlimurinn okkar og skemmtir sér ábyggilega vel í Danmörkinni.
Kærar kveðjur frá bókaklúbbnum
Lifið heilar.
F. h. Skruddnanna
Eyrún (lesist Rúna rúnkari)
Vil minna ykkur á að tveir af öðlingsmeðlimum Skruddnanna eiga afmæli í dag!
Fyrsta ber að nefna Bryndísi Hafnarfjarðarsnót og vinnuþjark (lesist: Biddí bló) - vonandi fær hún nú smá pásu í dag til að njóta dagsins.
Hitt afmælisbarnið er hún Rannsí okkar portkona (og jú það er hennar Gleðikonunafn), kvartöld!!. Hún er fjarlimurinn okkar og skemmtir sér ábyggilega vel í Danmörkinni.
Kærar kveðjur frá bókaklúbbnum
Lifið heilar.
F. h. Skruddnanna
Eyrún (lesist Rúna rúnkari)
laugardagur, 5. maí 2007
Leg og fleira skemmtilegt.
Jæja stelpur, best að hressa aðeins þetta blessaða blogg við með því að henda inn eins og einum færslutitt!
Það er þetta blessaða Leg... þ.e. leiksýningin! Greinilega betra að fara 25. heldur en 19., þannig að er ekki best að þær sem vilja og geta komið, láti vita í kommentakerfi þessu, og er svo ekki bara hægt að panta miða símleiðis og hver og ein sækir sinn miða bara og borgar? Ég er allavega ekki með Visa kort til að punga út fyrir herlegheitunum ef ég sé um að panta. Kíkti samt á midi.is og það virtist vera til alveg nóg af miðum.
Það er komið í ljós að ég mun verða grasekkja í sumar, húsbóndinn ætlar að fara svo sem eins og einn laaaangan túr til að draga björg í bú, þannig að ég þarf að fara að dríbba mig að redda pössun svo ég komist nú ábyggilega! Og helst líka þann 19. til að þiggja gott boð Sigurrósar :) Hvernig er annars stemmarinn fyrir því??
Var svo ekki talað um að hafa bókaklúbbinn næsta eftir leiksýninguna? Í byrjun júní eða hvað? Er einhver ykkar byrjuð að lesa? :) Nægur tími svo sem.
Jæja nú bið ég ykkur vel að lifa í bili, endilega látið vita í kommentakerfinu hvort að þið ætlið að koma í leikhús, sem sagt líka ef þið ætlið ekki að koma þannig að þetta sé allt á hreinu :)
Tjá,
Þórdís.
Það er þetta blessaða Leg... þ.e. leiksýningin! Greinilega betra að fara 25. heldur en 19., þannig að er ekki best að þær sem vilja og geta komið, láti vita í kommentakerfi þessu, og er svo ekki bara hægt að panta miða símleiðis og hver og ein sækir sinn miða bara og borgar? Ég er allavega ekki með Visa kort til að punga út fyrir herlegheitunum ef ég sé um að panta. Kíkti samt á midi.is og það virtist vera til alveg nóg af miðum.
Það er komið í ljós að ég mun verða grasekkja í sumar, húsbóndinn ætlar að fara svo sem eins og einn laaaangan túr til að draga björg í bú, þannig að ég þarf að fara að dríbba mig að redda pössun svo ég komist nú ábyggilega! Og helst líka þann 19. til að þiggja gott boð Sigurrósar :) Hvernig er annars stemmarinn fyrir því??
Var svo ekki talað um að hafa bókaklúbbinn næsta eftir leiksýninguna? Í byrjun júní eða hvað? Er einhver ykkar byrjuð að lesa? :) Nægur tími svo sem.
Jæja nú bið ég ykkur vel að lifa í bili, endilega látið vita í kommentakerfinu hvort að þið ætlið að koma í leikhús, sem sagt líka ef þið ætlið ekki að koma þannig að þetta sé allt á hreinu :)
Tjá,
Þórdís.
mánudagur, 23. apríl 2007
Mímir inn góði
Elskulegu Skruddur!
Þar sem stór hluti ritstjórnar Mímis, hins undurfagra blaðs vorra íslenskunema, er þáttakandi í bókaklúbbnum viljum við bjóða Skruddum að gerast áskrifendur. Ekki þarf að eyða orðum í það hve miklar dásemdir það hefur í för með sér fyrir ykkur að gerast áskrifendur blaðsins. Þó má nefna að allir íslenskunemar, nýir sem gamlir, ættu að hafa gaman af því að fylgjast með fræðum og ófræðum íslenskunema og áskrift að Mími hlýtur að vera besta leiðin til þess.
Viljum vér því bjóða ykkur, ástkæru vinur, að senda okkur nafn yðar, heimilisfang og kennitölu á póstfangið mimirinn@gmail.com ef þið hafið áhuga á að skrá ykkur.
Með von um frábærar viðtökur,
Hlíf
P.s sorrý ef ég fer yfir strikið í lýsingarorðanotkun í þessari færslu. Í stuttu máli: vildi bara bjóða ykkur að gerast áskrifendur.
P.p.s nýtt blað kostar 1500, en eins og þið vitið kemur blaðið svolítið stopullega út, svo það er ólíklegt að þetta rúi ykkur inn að skinni...:)
P.p.p.s ef einhvern langar að kaupa gömul tölublöð (og er ekki þegar búinn að því), þá erum við með pakka af gömlum blöðum á tilboði: 9 stykki á samtals 500 kr!
P.p.p.p.s Ef einhvern langar ekki að vera áskrifandi en langar samt að eignast þetta tölublað, þar sem bókaklúbbsmeðlimir þekkja ritstjórnina og marga greinarhöfunda (nokkrir þeirra meira að segja í bókaklúbbnum), þá er náttúrulega sjálfsagt mál að kaupa bara þetta eintak. Auglýsi það seinna:)
Þar sem stór hluti ritstjórnar Mímis, hins undurfagra blaðs vorra íslenskunema, er þáttakandi í bókaklúbbnum viljum við bjóða Skruddum að gerast áskrifendur. Ekki þarf að eyða orðum í það hve miklar dásemdir það hefur í för með sér fyrir ykkur að gerast áskrifendur blaðsins. Þó má nefna að allir íslenskunemar, nýir sem gamlir, ættu að hafa gaman af því að fylgjast með fræðum og ófræðum íslenskunema og áskrift að Mími hlýtur að vera besta leiðin til þess.
Viljum vér því bjóða ykkur, ástkæru vinur, að senda okkur nafn yðar, heimilisfang og kennitölu á póstfangið mimirinn@gmail.com ef þið hafið áhuga á að skrá ykkur.
Með von um frábærar viðtökur,
Hlíf
P.s sorrý ef ég fer yfir strikið í lýsingarorðanotkun í þessari færslu. Í stuttu máli: vildi bara bjóða ykkur að gerast áskrifendur.
P.p.s nýtt blað kostar 1500, en eins og þið vitið kemur blaðið svolítið stopullega út, svo það er ólíklegt að þetta rúi ykkur inn að skinni...:)
P.p.p.s ef einhvern langar að kaupa gömul tölublöð (og er ekki þegar búinn að því), þá erum við með pakka af gömlum blöðum á tilboði: 9 stykki á samtals 500 kr!
P.p.p.p.s Ef einhvern langar ekki að vera áskrifandi en langar samt að eignast þetta tölublað, þar sem bókaklúbbsmeðlimir þekkja ritstjórnina og marga greinarhöfunda (nokkrir þeirra meira að segja í bókaklúbbnum), þá er náttúrulega sjálfsagt mál að kaupa bara þetta eintak. Auglýsi það seinna:)
fimmtudagur, 19. apríl 2007
Næsti bókaklúbbur!
Sælar bókaklúbbínur og gleðilegt sumar :)
Ég hugsa að ég láti til skarar skríða og velji Rokkað í Vittula fyrir næsta bókaklúbb. Helga og Eyrún hinar víðlesnu hafa að sjálfsögðu lesið bókina, en ég hugsaði sem svo að þar sem þær hafa margsinnis lýst því yfir að þær séu á bólakafi í lærdómi og fleiru næstu misserin, þá þurfa þær ekkert að stressa sig of mikið út af bókaklúbbnum, í mesta lagi rifjað bókina aðeins upp :) Er það díll?
Hérna er tengill inn á einhverja Eddu síðu um bókina, þar sem finna má ýmsar upplýsingar um þessa mjög svo skemmtilegu bók (Hlíf þú bara VERÐUR að gefa henni annan séns :).
Vona að allar séu sáttar við þessa ákvörðun, annars látið þið bara í ykkur heyra!
Ég á bókina en ég tími ekki að lána ykkur hana. Grín. Látið mig vita ef þið viljið fá bókina lánaða.
Sumarkveðjur,
Þórdís rokkari.
Ps: Ég var að skoða miðasöluna á Leg á netinu, og þar eru bara gefnar upp sýningardagsetningar fram til 5. maí. Ekki veit ég hvort það á að hætta að sýna þá (efast um það) eða hvort að fleiri sýningadagsetningar séu ekki ákveðnar. Sé heldur ekki fleiri sýningar ef maður flettir dagatalinu þarna vinstra megin á síðunni. Anyways, ég ætla að reyna að muna að hringja uppeftir á morgun og tékka á þessu!
Læt ykkur vita.
mánudagur, 16. apríl 2007
SKOÐANAKÖNNUN
Sælar allar saman.
Ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað er erfitt að bera ábyrgð á næsta bókaklúbb! Höfuðverkur, valkvíðaköst, ógleði, einbeitingarskortur, allt þetta hefur hrjáð mig síðustu daga. Það er hægara sagt en gert að velja bók!
Neinei, ég er nú bara að grínast. Þetta er samt ekkert auðvelt!
Mig langar að gera smá skoðanakönnun á því hverjar ykkar hafa lesið bókina Rokkað í Vittula eftir Mikael Niemi.
Hún er ógisslega skemmtileg ( hef sumsé lesið hana en get lesið hana aftur og aftur), en mig grunar að einhverjar ykkar séu nú búnar að lesa hana. Ef ekki langar mig að velja hana. Þannig að viljið þið vinsamlegast láta vita hérna í kommentakerfinu hvort þið hafið lesið þessa bók eður ei.
Bestu þakkir og kveðjur,
Þórdís.
föstudagur, 13. apríl 2007
Siðasti bokaklubbur og næsti
Dömur mínar.
Þakka ástsamlega fyrir mig. Einkum fyrir allan harðfiskinn (sem er agalega þjóðlegur réttur) og bókaumræður (sem voru mjög alþjóðlegar).
Ég vil ítreka það hér og nú að Þórdís á að sjá um næsta bókaklúbb og þar af leiðandi næstu bók. Sá klúbbur verður þó væntanlega ekki fyrr en í byrjun júní. Í gær kom nefnilega upp sú hugmynd að skreppa saman í leikhús og sjá Leg. Síðan gætum við alla skundað á kaffihús og krufið stykkið til mergjar. Erum við ekki allar til í þetta? Leikhúsferðin verður ekki fyrr en í fyrsta lagi um miðjan maí. Við erum nefnilega nokkrar á kafi í tryllinslærdómi.
Nú ætla ég að fara að lesa. Var nefnilega að fá einn pakkann enn frá Amazon.
Helga kennslukona.
Þakka ástsamlega fyrir mig. Einkum fyrir allan harðfiskinn (sem er agalega þjóðlegur réttur) og bókaumræður (sem voru mjög alþjóðlegar).
Ég vil ítreka það hér og nú að Þórdís á að sjá um næsta bókaklúbb og þar af leiðandi næstu bók. Sá klúbbur verður þó væntanlega ekki fyrr en í byrjun júní. Í gær kom nefnilega upp sú hugmynd að skreppa saman í leikhús og sjá Leg. Síðan gætum við alla skundað á kaffihús og krufið stykkið til mergjar. Erum við ekki allar til í þetta? Leikhúsferðin verður ekki fyrr en í fyrsta lagi um miðjan maí. Við erum nefnilega nokkrar á kafi í tryllinslærdómi.
Nú ætla ég að fara að lesa. Var nefnilega að fá einn pakkann enn frá Amazon.
Helga kennslukona.
fimmtudagur, 12. apríl 2007
Bókaklúbbur í kvöld, fimmtudag
Sælar venur
Eins og síminn ykkar getur sagt ykkur, þ.e. textaskilaboðin sem ég var að senda, datt okkur í hug sú neyðarlending að halda klúbbinn í kvöld hjá Evu á Eggertsgötu 2. Ég veit að fyrirvarinn er enginn en þetta var nú gert svona til að Rannsí fjarlimur hefði tækifæri til að koma áður en hún fer aftur til Baunalands.
Þannig að barnafólkið er svo sem löglega afsakað ef ekki fæst pössun (hvað með pabbana?), en það væri nú fínt að skreppa aðeins til Evu og spjalla um Viltu vinna milljarð...
Hvað segið þið?
Kv. Eyrún
Eins og síminn ykkar getur sagt ykkur, þ.e. textaskilaboðin sem ég var að senda, datt okkur í hug sú neyðarlending að halda klúbbinn í kvöld hjá Evu á Eggertsgötu 2. Ég veit að fyrirvarinn er enginn en þetta var nú gert svona til að Rannsí fjarlimur hefði tækifæri til að koma áður en hún fer aftur til Baunalands.
Þannig að barnafólkið er svo sem löglega afsakað ef ekki fæst pössun (hvað með pabbana?), en það væri nú fínt að skreppa aðeins til Evu og spjalla um Viltu vinna milljarð...
Hvað segið þið?
Kv. Eyrún
fimmtudagur, 5. apríl 2007
Næsti bokaklubbur
Hæ, stelpur.
Af einhverjum undarlegum ástæðum virðist ég ekki geta skrifað broddstafi í titlum. Dularfullt mál.
Eva talar um það í athugasemd við síðustu færslu að fresta klúbbnum til 12. eða 13. apríl. Hvernig líst ykkur á það?
Sjálfri þætti mér best ef klúbbnum yrði frestað alveg til 16. apríl - við Eyrún erum nefnilega bæði með krónískt taugaáfall og hjartaáfall og gjörsamlega á kafi í ofsalærdómi. Við erum örugglega komnar með áfallastreituröskun og sjálf er ég orðin svo heimsk að ég er örugglega komin með sérstæka námsörðugleika.
Hvernig virkar sextándi fyrir ykkur? Rannsý - verður þú enn á landinu þann sextánda?
Helga.
PS. Óska Sigurrós hér með til lukku með afmælið um daginn og þakka kærlega fyrir mig, það var æðislega gaman í afmælinu og veitingarnar frábærar. Ég át svo mikið að ég gat varla sofnað og var enn södd þegar ég vaknaði daginn eftir.
Af einhverjum undarlegum ástæðum virðist ég ekki geta skrifað broddstafi í titlum. Dularfullt mál.
Eva talar um það í athugasemd við síðustu færslu að fresta klúbbnum til 12. eða 13. apríl. Hvernig líst ykkur á það?
Sjálfri þætti mér best ef klúbbnum yrði frestað alveg til 16. apríl - við Eyrún erum nefnilega bæði með krónískt taugaáfall og hjartaáfall og gjörsamlega á kafi í ofsalærdómi. Við erum örugglega komnar með áfallastreituröskun og sjálf er ég orðin svo heimsk að ég er örugglega komin með sérstæka námsörðugleika.
Hvernig virkar sextándi fyrir ykkur? Rannsý - verður þú enn á landinu þann sextánda?
Helga.
PS. Óska Sigurrós hér með til lukku með afmælið um daginn og þakka kærlega fyrir mig, það var æðislega gaman í afmælinu og veitingarnar frábærar. Ég át svo mikið að ég gat varla sofnað og var enn södd þegar ég vaknaði daginn eftir.
mánudagur, 2. apríl 2007
Að spilla pikum ...
Stelpur, ég var að lesa ljóð. Það heitir Píkna-spillir.
Finnst ykkur þetta ekki agalegt? Ljóðið fjallar um það "að meiriháttar stúlkur láti og látið hafi svo opt fallerast hér á landi; kennist helzt um það hirðuleysi foreldra og illri siðvenju í hússtjórninni, hvar einginn munr er gjörðr á góðu og illu, háu og lágu, yfirráðum og undigefni."
Vegleg verðlaun í boði fyrir þá snót sem getur upp á höfundinum!
Kveðja, Helga.
Finnst ykkur þetta ekki agalegt? Ljóðið fjallar um það "að meiriháttar stúlkur láti og látið hafi svo opt fallerast hér á landi; kennist helzt um það hirðuleysi foreldra og illri siðvenju í hússtjórninni, hvar einginn munr er gjörðr á góðu og illu, háu og lágu, yfirráðum og undigefni."
Vegleg verðlaun í boði fyrir þá snót sem getur upp á höfundinum!
Kveðja, Helga.
þriðjudagur, 27. mars 2007
Halló sætu spætur
Eins og þið vitið er einstaklega knappur tíminn í næsta klúbb!!! Þannig að það er best fyrir alla að byrja að lesa sem fyrst!!!!
Var hins vegar að hugsa um hvort það væri í lagi fyrir alla að breyta dagsetningunni frá 10. apríl til 11.?????
Bókin sem lesin er núna er Viltu vinna milljarð??
Ég er sko búin að lesa (liggaliggalálá) og fannst hún áhugaverð!
Er með bókina heima þannig að ef einhvern vantar....hafiði þá samband!!!!
Fyrstur kemur... fyrstur fær!!!!
Eve Gonzalez
Var hins vegar að hugsa um hvort það væri í lagi fyrir alla að breyta dagsetningunni frá 10. apríl til 11.?????
Bókin sem lesin er núna er Viltu vinna milljarð??
Ég er sko búin að lesa (liggaliggalálá) og fannst hún áhugaverð!
Er með bókina heima þannig að ef einhvern vantar....hafiði þá samband!!!!
Fyrstur kemur... fyrstur fær!!!!
Eve Gonzalez
miðvikudagur, 21. mars 2007
Taka tvö...
Jæja stúlkur,
eftir nánari athugun hef ég ákveðið að best sé að allir séu með sinn sérstaka aðgang að þessari bloggsíðu. Ég var við það að fá taugaáfall yfir þessu öllu saman hérna áðan, þetta hefur breyst dulítið frá því að ég var að blogga hérna í den!
En þið getið sem sagt notað ykkar hotmail eða gmail adressu, sem ég vona að allir séu með, þið þurfið bara að gera nýtt password fyrir bloggið. Sendið mér e-mail ef þetta er eitthvað óljóst...
Ég biðst forláts á þessu veseni á mér!
Þórdís tölvuNÖRD
Ps: eigum við að hafa síðuna læsta, kommentin læst eða allt opið?
eftir nánari athugun hef ég ákveðið að best sé að allir séu með sinn sérstaka aðgang að þessari bloggsíðu. Ég var við það að fá taugaáfall yfir þessu öllu saman hérna áðan, þetta hefur breyst dulítið frá því að ég var að blogga hérna í den!
En þið getið sem sagt notað ykkar hotmail eða gmail adressu, sem ég vona að allir séu með, þið þurfið bara að gera nýtt password fyrir bloggið. Sendið mér e-mail ef þetta er eitthvað óljóst...
Ég biðst forláts á þessu veseni á mér!
Þórdís tölvuNÖRD
Ps: eigum við að hafa síðuna læsta, kommentin læst eða allt opið?
Vessgú!
Jæja hér er þá þessi virðulega bloggsíða komin á laggirnar!
Ég ákvað að hafa bara einn notanda, en það er möguleiki að hafa marga notendur og þá kemur alltaf posted by og svo nafn hvers notanda eftir hans færslur. En það þurfa hins vegar allir notendur að vera með google account og ég efast um að það séu allir með svoleiðis þannig að við þurfum einfaldlega að skrifa nafnið okkar sjálfar við færslurnar okkar :)
Eigum við þá að hefja formlega nafnasamkeppni hérna á þessu vefsíðutetri!?
Ég ákvað að hafa bara einn notanda, en það er möguleiki að hafa marga notendur og þá kemur alltaf posted by og svo nafn hvers notanda eftir hans færslur. En það þurfa hins vegar allir notendur að vera með google account og ég efast um að það séu allir með svoleiðis þannig að við þurfum einfaldlega að skrifa nafnið okkar sjálfar við færslurnar okkar :)
Eigum við þá að hefja formlega nafnasamkeppni hérna á þessu vefsíðutetri!?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)