miðvikudagur, 30. maí 2007

Næsti klúbbur - stúlkur!
Í síðustu færslu stakk Þórdís upp á 5. júní, þriðjudegi. Ég vildi nú athuga með ykkur hvort þið væruð ekki til í að hafa hittinginn viku síðar, eða þriðjudaginn 12. júní. Ég er nefnilega alltaf að hugsa um heildina og Rannsí P. verður komin heim til sumardvalar þá. Svo fáum við alveg heila viku í viðbót til að lesa ;)
Hvað segið þið um þetta?

Kv. Eyrún

P.s. Bókaklúbbsferðin mikla í leikhús endaði á þann veg að ég, Helga og Sigurrós (aka. þrjár óðar kerlingar) fórum á Leg og skemmtum okkur konunglega. Djö. var þetta skemmtilegt leikrit! Vonandi fáið þið tækifæri til að sjá það í haust...

sunnudagur, 20. maí 2007

Leikhúsmál.

Guten abend!

Nú standa mál þannig að eiginmaður minn (ég er ennþá að venjast þessu...) mun gera mig að grasekkju í sumar eins og áður hefur komið fram, og mun að öllum líkindum fara af landi brott um eða eftir næstu helgi. Ég hef því ákveðið að fresta minni leikhúsferð í bili, því miður, og eyða í staðinn kvöldinu með mínum manni!
Eyrún og Helga eru ennþá ákveðnar í að fara, eftir því sem ég best veit, og ef það voru einhverjar fleiri sem ætla að fara í leikhúsið þá bara skuluð þið setja ykkur í samband við þær leikhússtöllur!

Ég vil svo minna ykkur Skruddur á að lesa fyrir næsta bókaklúbb, bókina Rokkað í Vittula. Hún er auðlesin og skemmtileg! Og hananú!
Við stefnum þá á næsta klúbb í byrjun júní. Einhverjar sérstakar óskadagsetningar? Hvað með þriðjudagskveldið 5. júní?

Tjáið ykkur!

mánudagur, 7. maí 2007

Skrudduafmæli

Kæru venur

Vil minna ykkur á að tveir af öðlingsmeðlimum Skruddnanna eiga afmæli í dag!
Fyrsta ber að nefna Bryndísi Hafnarfjarðarsnót og vinnuþjark (lesist: Biddí bló) - vonandi fær hún nú smá pásu í dag til að njóta dagsins.
Hitt afmælisbarnið er hún Rannsí okkar portkona (og jú það er hennar Gleðikonunafn), kvartöld!!. Hún er fjarlimurinn okkar og skemmtir sér ábyggilega vel í Danmörkinni.
Kærar kveðjur frá bókaklúbbnum
Lifið heilar.

F. h. Skruddnanna
Eyrún (lesist Rúna rúnkari)

laugardagur, 5. maí 2007

Leg og fleira skemmtilegt.

Jæja stelpur, best að hressa aðeins þetta blessaða blogg við með því að henda inn eins og einum færslutitt!

Það er þetta blessaða Leg... þ.e. leiksýningin! Greinilega betra að fara 25. heldur en 19., þannig að er ekki best að þær sem vilja og geta komið, láti vita í kommentakerfi þessu, og er svo ekki bara hægt að panta miða símleiðis og hver og ein sækir sinn miða bara og borgar? Ég er allavega ekki með Visa kort til að punga út fyrir herlegheitunum ef ég sé um að panta. Kíkti samt á midi.is og það virtist vera til alveg nóg af miðum.

Það er komið í ljós að ég mun verða grasekkja í sumar, húsbóndinn ætlar að fara svo sem eins og einn laaaangan túr til að draga björg í bú, þannig að ég þarf að fara að dríbba mig að redda pössun svo ég komist nú ábyggilega! Og helst líka þann 19. til að þiggja gott boð Sigurrósar :) Hvernig er annars stemmarinn fyrir því??

Var svo ekki talað um að hafa bókaklúbbinn næsta eftir leiksýninguna? Í byrjun júní eða hvað? Er einhver ykkar byrjuð að lesa? :) Nægur tími svo sem.

Jæja nú bið ég ykkur vel að lifa í bili, endilega látið vita í kommentakerfinu hvort að þið ætlið að koma í leikhús, sem sagt líka ef þið ætlið ekki að koma þannig að þetta sé allt á hreinu :)

Tjá,

Þórdís.