Við stöllur Bryndís, Eva, Sigurrós, Hlíf og Eyrún sóttum frú Sigríði heim í Grindavík í gærkvöld. Fengum að líta höllina í Vesturhópi augum og dáðumst að öllu hátt og lágt, enda afskaplega fínt hjá Siggu!
Spjölluðum heillengi, fyrst smá um bókina en svo um heima og geima (eins og venjulega).
Niðurstaða kvöldsins var að við þyrftum nú að fara að koma reglu á hver héldi klúbbinn næst. Það varð úr að við ákváðum að fara bara eftir stafrófsröð. Sum sé:
Sigríður
Sigurrós
Þórdís
Bryndís
Eva
Eyrún
Helga
Hlíf
(Rannveig og Svanhvít bætast svo inn þegar þeim hentar)
Sigurrós sér því um næsta bókaklúbb og hefur lokaorðið um val á bók!
þriðjudagur, 23. september 2008
miðvikudagur, 13. ágúst 2008
Grasagarðurinn miðvikudaginn 20. ágúst
Við ákváðum að hittast næsta miðvikudag, 20.08. í Grasagarðinum í lautarferð.
Með teppi, kakó/kaffi/te og einhverja næringu (vonandi verður veðrið gott!)
Mæting í brekkunni fyrir ofan Laugarnar kl. 17-17:30
OK?
Með teppi, kakó/kaffi/te og einhverja næringu (vonandi verður veðrið gott!)
Mæting í brekkunni fyrir ofan Laugarnar kl. 17-17:30
OK?
miðvikudagur, 25. júní 2008
Næsta bók.
Komið þið sælar allar sem ein!
Takk fyrir síðast, og takk fyrir mig Bryndís, þetta var glæsilegt allt saman; veitingarnar, íbúðin og fokdýru húsgögnin ;)
Við mættum sem sagt nokkrar vel lesnar fimmtudaginn 12. júní ef ég man rétt, og spjölluðum um Stutt ágrip af sögu traktorsins á Úkraínsku, sem var hin ágætasta lesning.
Við ákváðum að hafa næsta fund í Grasagarðinum í byrjun ágúst, og völdum íslenska bók - Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman Stefánsson.
Jæja stelpur, allar að ná sér í bókina og hefja lesturinn :)
ES: Eyrún, ég er að verða búin með Áður en ég dey, mjög skemmtileg, ef það er þá rétta orðið... mæli með henni, mjög vel þýdd! Var líka að ljúka við Frásögn um margboðað morð eftir Gabríel García Marquez, fannst hún líka mjög góð. Æi einhvers staðar verður maður að monta sig, loksins byrjuð að lesa eitthvað af viti aftur! :)
Lestrarhestakveðjur,
Þórdís
Takk fyrir síðast, og takk fyrir mig Bryndís, þetta var glæsilegt allt saman; veitingarnar, íbúðin og fokdýru húsgögnin ;)
Við mættum sem sagt nokkrar vel lesnar fimmtudaginn 12. júní ef ég man rétt, og spjölluðum um Stutt ágrip af sögu traktorsins á Úkraínsku, sem var hin ágætasta lesning.
Við ákváðum að hafa næsta fund í Grasagarðinum í byrjun ágúst, og völdum íslenska bók - Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman Stefánsson.
Jæja stelpur, allar að ná sér í bókina og hefja lesturinn :)
ES: Eyrún, ég er að verða búin með Áður en ég dey, mjög skemmtileg, ef það er þá rétta orðið... mæli með henni, mjög vel þýdd! Var líka að ljúka við Frásögn um margboðað morð eftir Gabríel García Marquez, fannst hún líka mjög góð. Æi einhvers staðar verður maður að monta sig, loksins byrjuð að lesa eitthvað af viti aftur! :)
Lestrarhestakveðjur,
Þórdís
miðvikudagur, 26. mars 2008
Sveimhuginn Hamsun
þriðjudagur, 19. febrúar 2008
Næsta bók - Ykkar er valið!!
Sælar stúlkur!
Til að stytta okkur biðina eftir stráknum hennar Sigurrósar :) datt mér í hug að koma með tvenns konar uppástungur að næstu lestrarupplifun Skruddnanna!
1.hugmynd: Að lesa bók eftir Knut Hamsun (já jú, kanóna og svoleiðis, en þarf kannski ekki að vera voðalega þungur).
Annaðhvort Pan eða íslensku þýðinguna Loftskeytamanninn (n. Svermeren) sem kom út nú fyrir stuttu.
Fyrir þá sem vilja eitthvað úr heimsbókmenntunum...
2.hugmynd: Að lesa 2 bækur eftir Ole Lund Kirkegaard (þetta er barnabækur þannig að við getum ekki verið þekktar fyrir annað en að lesa tvær; þær sem eiga börn geta lesið þær fyrir börnin sín ;) )
Af mörgu er að taka úr höfundarverki hans: Albert, Hodja frá Pjort, Ottó nashyrningur, Gúmmí-Tarzan, Fúsi froskagleypir, Fróði og allir hinir grislingarnir og eflaust margar fleiri -- fólk getur þá valið einhverjar tvær sem skapar skemmtilegar umræður, og hægt að bera saman skemmtilegar myndir ;)
Hvað segið þið nú, stúlkur? Hvora tillöguna líst ykkur betur á, og hvað viljið þið þá lesa af þessu?
Bestu kveðjur,
Eyrún Ellý
Til að stytta okkur biðina eftir stráknum hennar Sigurrósar :) datt mér í hug að koma með tvenns konar uppástungur að næstu lestrarupplifun Skruddnanna!
1.hugmynd: Að lesa bók eftir Knut Hamsun (já jú, kanóna og svoleiðis, en þarf kannski ekki að vera voðalega þungur).
Annaðhvort Pan eða íslensku þýðinguna Loftskeytamanninn (n. Svermeren) sem kom út nú fyrir stuttu.
Fyrir þá sem vilja eitthvað úr heimsbókmenntunum...
2.hugmynd: Að lesa 2 bækur eftir Ole Lund Kirkegaard (þetta er barnabækur þannig að við getum ekki verið þekktar fyrir annað en að lesa tvær; þær sem eiga börn geta lesið þær fyrir börnin sín ;) )
Af mörgu er að taka úr höfundarverki hans: Albert, Hodja frá Pjort, Ottó nashyrningur, Gúmmí-Tarzan, Fúsi froskagleypir, Fróði og allir hinir grislingarnir og eflaust margar fleiri -- fólk getur þá valið einhverjar tvær sem skapar skemmtilegar umræður, og hægt að bera saman skemmtilegar myndir ;)
Hvað segið þið nú, stúlkur? Hvora tillöguna líst ykkur betur á, og hvað viljið þið þá lesa af þessu?
Bestu kveðjur,
Eyrún Ellý
laugardagur, 12. janúar 2008
Halló halló - gleðilegt sítt hár!
Ég veit ekki með ykkur, stelpur, en mig dauðlangar í bókaklúbb.
Er reyndar búin að lesa svolítið í desember og núna eftir jólin en
það væri nú ekki verra að hafa bókaklúbb til að stefna að.
Hvernig hljómar lok janúar- byrjun febrúar? Ég get haft þetta hjá mér
ef engin önnur býður sig fram.
Hvað langar ykkur að lesa?
Kv. Eyrún
Er reyndar búin að lesa svolítið í desember og núna eftir jólin en
það væri nú ekki verra að hafa bókaklúbb til að stefna að.
Hvernig hljómar lok janúar- byrjun febrúar? Ég get haft þetta hjá mér
ef engin önnur býður sig fram.
Hvað langar ykkur að lesa?
Kv. Eyrún
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)