Við stöllur Bryndís, Eva, Sigurrós, Hlíf og Eyrún sóttum frú Sigríði heim í Grindavík í gærkvöld. Fengum að líta höllina í Vesturhópi augum og dáðumst að öllu hátt og lágt, enda afskaplega fínt hjá Siggu!
Spjölluðum heillengi, fyrst smá um bókina en svo um heima og geima (eins og venjulega).
Niðurstaða kvöldsins var að við þyrftum nú að fara að koma reglu á hver héldi klúbbinn næst. Það varð úr að við ákváðum að fara bara eftir stafrófsröð. Sum sé:
Sigríður
Sigurrós
Þórdís
Bryndís
Eva
Eyrún
Helga
Hlíf
(Rannveig og Svanhvít bætast svo inn þegar þeim hentar)
Sigurrós sér því um næsta bókaklúbb og hefur lokaorðið um val á bók!
þriðjudagur, 23. september 2008
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)