laugardagur, 12. janúar 2008

Halló halló - gleðilegt sítt hár!

Ég veit ekki með ykkur, stelpur, en mig dauðlangar í bókaklúbb.
Er reyndar búin að lesa svolítið í desember og núna eftir jólin en
það væri nú ekki verra að hafa bókaklúbb til að stefna að.
Hvernig hljómar lok janúar- byrjun febrúar? Ég get haft þetta hjá mér
ef engin önnur býður sig fram.
Hvað langar ykkur að lesa?

Kv. Eyrún

10 ummæli:

Regnhlif sagði...

Ég er sammó!

ég er til í að lesa hvað sem er

Sigurrós sagði...

jeij!! ég er búin að bíða eftir því að einhver taki af skarið!! því ég er svo löt þessa dagana, samt ekki...búin að vera á fullu...ok, þetta kemur málinu ekkert við.
En ég er alveg til í bókaklúbb, fremur bráðlega en ekki eftir viku eða e-ð...
bók,hhhmmm. Mig vantar svo að lesa bók sem lætur mig finna til í hjartanu, æ svona melló-drama e-ð samt ekki væmin. Skiljiði?
Vá hvað þetta er langt komment...

Svanhvít sagði...

Hei! Ég skrifaði þetta fína komment í gær sem virðist ekki hafa birst.

Allavega vildi ég stinga upp á bók eftir chilesku skáldkonuna Cörlu Guelfenbein sem var að koma út fyrir jól. Hún smellpassar við óskir Sigurrósar, í það minnsta...

Hún heitir Ástin í lífi mínu og er líklega talsvert betri en titillinn hljómar. Hún hefur fengið fullt af verðlaunum, en aðalástæðan fyrir að ég vil lesa hana er að nú er bara rúmur mánuður í að ég flytji sjálf til Chile...

Ég á bókina, svo einhver getur fengið hana lánaða hjá mér, annars gæti þurft að panta hana á bókasöfnum eða kaupa, gæti verið pínu erfitt að finna hana.
Ef það er mikið mál er ég opin fyrir að lesa hvað sem er.

Ég vil alveg endilega halda klúbb áður en ég fer út (fer í lok feb) ef enginn hreyfir mótmælum.

stelpustýrið sagði...

Ég er til í góðu bókina með væmna titilinn (sbr. komment Svanhvítar). Og auðvitað má Svanhvít halda næst, nýta hana á meðan við getum!! :)

Regnhlif sagði...

Sammó!

Nafnlaus sagði...

Ég er líka til í eitthvað væmið! Þá er bara að finna bókina.
Kveðja,
Helga.

Nafnlaus sagði...

Jamm, ég er líka svo mikið í rómantísku bókunum að ég er bara alveg hissa á að ég sé ekki þegar búin að lesa þessa ;)

Nafnlaus sagði...

Líst mjög vel á þetta!

Kv. Þórdís

Nafnlaus sagði...

Ég er til í þessa bók, hlakka til að sjá ykkur.
kv. Sigga

Nafnlaus sagði...

Mér líst vel á þetta. Er ekki búin að vera dugleg að mæta upp á síðkastið en ætla að reyna að lesa og mæta í þetta skiptið :)