sunnudagur, 20. maí 2007

Leikhúsmál.

Guten abend!

Nú standa mál þannig að eiginmaður minn (ég er ennþá að venjast þessu...) mun gera mig að grasekkju í sumar eins og áður hefur komið fram, og mun að öllum líkindum fara af landi brott um eða eftir næstu helgi. Ég hef því ákveðið að fresta minni leikhúsferð í bili, því miður, og eyða í staðinn kvöldinu með mínum manni!
Eyrún og Helga eru ennþá ákveðnar í að fara, eftir því sem ég best veit, og ef það voru einhverjar fleiri sem ætla að fara í leikhúsið þá bara skuluð þið setja ykkur í samband við þær leikhússtöllur!

Ég vil svo minna ykkur Skruddur á að lesa fyrir næsta bókaklúbb, bókina Rokkað í Vittula. Hún er auðlesin og skemmtileg! Og hananú!
Við stefnum þá á næsta klúbb í byrjun júní. Einhverjar sérstakar óskadagsetningar? Hvað með þriðjudagskveldið 5. júní?

Tjáið ykkur!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sælar skruddur.

Ég kemst 5. júní, væri samt alveg til í að hafa klúbbinn aðeins seinna. Ég flyt á Bólstaðarhlíðina þann 1. júní og verð líklega að koma mér og mínum fyrir þetta kvöld. EN eins og ég segi þá kem ég og kíki á ykkur og verð auðvitað búin að lesa bókina.

Kveðja Sigga