miðvikudagur, 30. maí 2007

Næsti klúbbur - stúlkur!




Í síðustu færslu stakk Þórdís upp á 5. júní, þriðjudegi. Ég vildi nú athuga með ykkur hvort þið væruð ekki til í að hafa hittinginn viku síðar, eða þriðjudaginn 12. júní. Ég er nefnilega alltaf að hugsa um heildina og Rannsí P. verður komin heim til sumardvalar þá. Svo fáum við alveg heila viku í viðbót til að lesa ;)
Hvað segið þið um þetta?

Kv. Eyrún

P.s. Bókaklúbbsferðin mikla í leikhús endaði á þann veg að ég, Helga og Sigurrós (aka. þrjár óðar kerlingar) fórum á Leg og skemmtum okkur konunglega. Djö. var þetta skemmtilegt leikrit! Vonandi fáið þið tækifæri til að sjá það í haust...

10 ummæli:

Sigurrós sagði...

já takk fyrir síðast, mögnuð sýning! líst vel á 12. júní þar sem ég er bara nýbyrjuð að lesa og mun ekki geta lesið mikið um helgina.

Nafnlaus sagði...

Sælar elskurnar....

ég hélt að ég kæmist í smá frí eftir prófin en svo er ekki. Ég tók að mér sumarskólakennslu í FB og er þar öll kvöld í júní.

Sé ykkur í júlí....

kv. Sigga

Nafnlaus sagði...

OOOHHH hefði viljað fara með, en er bara aldrei nógu dugleg að fylgjast með hérna inni :( Mér er nokk sama hvenær klúbburinn verður haldinn, er ekkert rosalega upptekin fyrst Daníel Ingi er meðlimur klúbbsins.

Þórdís sagði...

Já bara ljómandi fínt, 12. júní er fín fyrir mig. Ein spurning hérna, er ykkur sama þó að hann byrji kannski kl 19:00? Ég myndi þá reyna að hafa eitthvað svona að borða, og jafnvel köku í eftirrétt... Þá get ég bara haft Frosta vakandi, ómögulegt að fara að setja hann inn í rúm með fullt hús af gestum :)
Þetta fer bara að verða barnabókaklúbbur... muahahaa. Hvernig gengur annars að lesa!?!?!?!?!?!

Regnhlif sagði...

Mér líst mjög vel á 12. júní þar sem ég er ekki enn byrjuð að lesa. Er reyndar búin að lesa megnið af henni á ensku, fyrir einhverjum mánuðum, en langar að lesa á ísl.

Mín vegna er líka allt í fínu að hafa klúbbinn kl. 19:00... og barnabókaklúbbur er bara gott mál... mér finnst börn skemmtileg og barnabækur mjög skemmtilegar:)

Nafnlaus sagði...

12. júní hljómar vel. Allt sem gerist eftir 9. júní hljómar satt að segja frábærlega.

Klukkan 19.00 er flott og ég er alltaf rosalega glöð ef ég þarf ekkert að hafa fyrir því að afla mér fæðu upp á eigin spýtur.

Lifið í lukku.
Helga.

Nafnlaus sagði...

Mér líst vel á 12. júní, ætla að byrja að lesa í kvöld... :)

Regnhlif sagði...

uuu, er þetta þá á morgun, eða...?:)

Regnhlif sagði...

Já, og regnhlif er sko ég, Hlíf:)

Nafnlaus sagði...

Já á morgun! Þriðjudagskvöldið 12. jún sem sagt. Sendi ykkur sms í kvöld til að minna ykkur á :)