mánudagur, 23. apríl 2007

Mímir inn góði

Elskulegu Skruddur!

Þar sem stór hluti ritstjórnar Mímis, hins undurfagra blaðs vorra íslenskunema, er þáttakandi í bókaklúbbnum viljum við bjóða Skruddum að gerast áskrifendur. Ekki þarf að eyða orðum í það hve miklar dásemdir það hefur í för með sér fyrir ykkur að gerast áskrifendur blaðsins. Þó má nefna að allir íslenskunemar, nýir sem gamlir, ættu að hafa gaman af því að fylgjast með fræðum og ófræðum íslenskunema og áskrift að Mími hlýtur að vera besta leiðin til þess.

Viljum vér því bjóða ykkur, ástkæru vinur, að senda okkur nafn yðar, heimilisfang og kennitölu á póstfangið mimirinn@gmail.com ef þið hafið áhuga á að skrá ykkur.

Með von um frábærar viðtökur,
Hlíf

P.s sorrý ef ég fer yfir strikið í lýsingarorðanotkun í þessari færslu. Í stuttu máli: vildi bara bjóða ykkur að gerast áskrifendur.

P.p.s nýtt blað kostar 1500, en eins og þið vitið kemur blaðið svolítið stopullega út, svo það er ólíklegt að þetta rúi ykkur inn að skinni...:)

P.p.p.s ef einhvern langar að kaupa gömul tölublöð (og er ekki þegar búinn að því), þá erum við með pakka af gömlum blöðum á tilboði: 9 stykki á samtals 500 kr!

P.p.p.p.s Ef einhvern langar ekki að vera áskrifandi en langar samt að eignast þetta tölublað, þar sem bókaklúbbsmeðlimir þekkja ritstjórnina og marga greinarhöfunda (nokkrir þeirra meira að segja í bókaklúbbnum), þá er náttúrulega sjálfsagt mál að kaupa bara þetta eintak. Auglýsi það seinna:)

Engin ummæli: