fimmtudagur, 12. apríl 2007

Bókaklúbbur í kvöld, fimmtudag

Sælar venur

Eins og síminn ykkar getur sagt ykkur, þ.e. textaskilaboðin sem ég var að senda, datt okkur í hug sú neyðarlending að halda klúbbinn í kvöld hjá Evu á Eggertsgötu 2. Ég veit að fyrirvarinn er enginn en þetta var nú gert svona til að Rannsí fjarlimur hefði tækifæri til að koma áður en hún fer aftur til Baunalands.
Þannig að barnafólkið er svo sem löglega afsakað ef ekki fæst pössun (hvað með pabbana?), en það væri nú fínt að skreppa aðeins til Evu og spjalla um Viltu vinna milljarð...

Hvað segið þið?

Kv. Eyrún

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég verð því miður að afsaka mig - þó svo ég eigi hvort mann né börn. Ekki einu sinni gullfisk. Vil þó taka fram að ég er búin að lesa bókina! Er á grilljón að klára ritgerð, semja umsóknir, undirbúa samræmd próf og vinna í ráðstefnu. Biðst auðmjúklega afsökunar.
Helga.

Rúna sagði...

Hæ allar... þetta er nú allt farið að hljóma kunnuglega úr munni mínum en ég er að vinna í kvöld og kem því ekki. Verð í prófum núna fram til 9. maí svo ég afsaka mig alla leið þangað!

xx Rúna

Nafnlaus sagði...

Mér líst vel á þetta, mæti reyndar aðeins of seint þar sem að ég er að vinna til 21...

Þórdís sagði...

Mæti, fer samt snemma eða um hálf tíu!

Ranna sagði...

Fjarmeðlimurinn mætir að sjálfsögðu :o)

Regnhlif sagði...

ég mæti, til tilbreytingar:) Kláraði bókina seint í gærkvöldi, svo þetta smellpassar fyrir mig:)