fimmtudagur, 19. apríl 2007

Næsti bókaklúbbur!



Sælar bókaklúbbínur og gleðilegt sumar :)

Ég hugsa að ég láti til skarar skríða og velji Rokkað í Vittula fyrir næsta bókaklúbb. Helga og Eyrún hinar víðlesnu hafa að sjálfsögðu lesið bókina, en ég hugsaði sem svo að þar sem þær hafa margsinnis lýst því yfir að þær séu á bólakafi í lærdómi og fleiru næstu misserin, þá þurfa þær ekkert að stressa sig of mikið út af bókaklúbbnum, í mesta lagi rifjað bókina aðeins upp :) Er það díll?

Hérna er tengill inn á einhverja Eddu síðu um bókina, þar sem finna má ýmsar upplýsingar um þessa mjög svo skemmtilegu bók (Hlíf þú bara VERÐUR að gefa henni annan séns :).

Vona að allar séu sáttar við þessa ákvörðun, annars látið þið bara í ykkur heyra!

Ég á bókina en ég tími ekki að lána ykkur hana. Grín. Látið mig vita ef þið viljið fá bókina lánaða.

Sumarkveðjur,

Þórdís rokkari.

Ps: Ég var að skoða miðasöluna á Leg á netinu, og þar eru bara gefnar upp sýningardagsetningar fram til 5. maí. Ekki veit ég hvort það á að hætta að sýna þá (efast um það) eða hvort að fleiri sýningadagsetningar séu ekki ákveðnar. Sé heldur ekki fleiri sýningar ef maður flettir dagatalinu þarna vinstra megin á síðunni. Anyways, ég ætla að reyna að muna að hringja uppeftir á morgun og tékka á þessu!
Læt ykkur vita.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sumarið, sumarið! Mér líst vel á að lesa Rokkað í Vittula (við gætum líka reynt að lesa hana á sænsku, til að fá smá tjallens)!! Eða ekki...
Höldum bara áfram að skoða með Legið, það er pottþétt sýnt áfram út maí, ég trúi ekki öðru.

Þórdís sagði...

Já ég sé núna að það er búið að bæta við sýningum 11. og 19. maí. Ég hringdi samt og spurði og hún sagði að það væri líka fyrirhuguð sýning 25. maí og kannski 24. Svo verður sýningin tekin niður vegna breytinga í húsinu eða eitthvað. Hún verður svo aftur tekin upp í haust. En hvað segið þið, eigum við að panta 19. maí (laugardagur) eða bíða aðeins og panta 24. eða 25? Hvað segið þið fraukur?

Nafnlaus sagði...

Ég er alveg til í að lesa bókina aftur. Er til í Leg hvenær sem er eftir 9. maí.
Helga.

Nafnlaus sagði...

Mér líst mjög vel á 19.maí!

Sigurrós sagði...

aaammm..., mér líst betur á 24. eða 25. maí þar sem ég hef annað í huga fyrir okkur 19. maí. Þið fáið póst bráðlega um það frá mér.

Regnhlif sagði...

Æ, ég er upptekin 19. mæ .... ansans

Nafnlaus sagði...

Sælar elskur
Lalli bró er að útskrifast 19. maí og ætlar að halda mikla veislu...svo ég er frekar til í að fara á Legið góða 24 eða 25.

Líst vel á bókina, ég skal vera búin að lesa-lofa því.

Kveðja Sigga