Hæ, stelpur.
Af einhverjum undarlegum ástæðum virðist ég ekki geta skrifað broddstafi í titlum. Dularfullt mál.
Eva talar um það í athugasemd við síðustu færslu að fresta klúbbnum til 12. eða 13. apríl. Hvernig líst ykkur á það?
Sjálfri þætti mér best ef klúbbnum yrði frestað alveg til 16. apríl - við Eyrún erum nefnilega bæði með krónískt taugaáfall og hjartaáfall og gjörsamlega á kafi í ofsalærdómi. Við erum örugglega komnar með áfallastreituröskun og sjálf er ég orðin svo heimsk að ég er örugglega komin með sérstæka námsörðugleika.
Hvernig virkar sextándi fyrir ykkur? Rannsý - verður þú enn á landinu þann sextánda?
Helga.
PS. Óska Sigurrós hér með til lukku með afmælið um daginn og þakka kærlega fyrir mig, það var æðislega gaman í afmælinu og veitingarnar frábærar. Ég át svo mikið að ég gat varla sofnað og var enn södd þegar ég vaknaði daginn eftir.
fimmtudagur, 5. apríl 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
9 ummæli:
Hittumst 16. apríl, ég er í sömu stöðu og Helga og Eyrún
Gleðilega páska
Kveðja Sigga
Aumingja þú Sigga mín ...
Helga.
Sælar stelpur, ég fer af Klakanum 15. apríl...
Þannig að ef þið viljið hitta fjarmeðliminn yrðið klúbburinn að vera fyrir þann tíma...annars ráðið þið þessu alveg, væri samt gaman að hitta á ykkur :o)
Kv. Rannsý fjarlimur
Dagsetningin skiptir mig ekki nokkru máli, ég er alltaf jafn laus og liðug... held ég...
Er annars stödd á Akureyri núna yfir páskana, mjög ljúft. Baráttukveðjur til ykkar ægilega uppteknu ofurkvenna!
Kv. Þórdís.
sælar stúlkur!
og takk fyrir kveðjuna helga mín.
Mín vegna er í lagi að fresta klúbbnum, er reyndar búin með bókina... svo ekki mikið lengur! ;)
Ég er til hvenær sem er
Ég er til nokkurn vegin hvenær sem er.... held ég allavega
Ég legg til að við hittumst fim. 12. apríl á meðan Rannveig er enn á landinu...
Nú er ég svolítið lost... hvenær á klúbburinn að vera?
Skrifa ummæli