mánudagur, 16. apríl 2007

SKOÐANAKÖNNUN


Sælar allar saman.

Ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað er erfitt að bera ábyrgð á næsta bókaklúbb! Höfuðverkur, valkvíðaköst, ógleði, einbeitingarskortur, allt þetta hefur hrjáð mig síðustu daga. Það er hægara sagt en gert að velja bók!
Neinei, ég er nú bara að grínast. Þetta er samt ekkert auðvelt!

Mig langar að gera smá skoðanakönnun á því hverjar ykkar hafa lesið bókina Rokkað í Vittula eftir Mikael Niemi.

Hún er ógisslega skemmtileg ( hef sumsé lesið hana en get lesið hana aftur og aftur), en mig grunar að einhverjar ykkar séu nú búnar að lesa hana. Ef ekki langar mig að velja hana. Þannig að viljið þið vinsamlegast láta vita hérna í kommentakerfinu hvort þið hafið lesið þessa bók eður ei.

Bestu þakkir og kveðjur,

Þórdís.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hef lesið hana, en er alveg sammála þér: væri til í að lesa hana aftur...

Nafnlaus sagði...

Ekki lesið hana en langar að lesa hana...

Regnhlif sagði...

Hum... er næstum búin að lesa hana, sambýliskona mín elskar hana og skipaði mér að lesa... en mér fannst hún bara ekkert svo skemmtileg, svo ég kláraði hana aldrei:) En ég er meira en til í að prófa aftur, kannski var ég bara í fýlu þegar ég reyndi að lesa síðast.

Bókaklúbbur sagði...

Hef ekki lesið hana en langar að lesa

kveðja Sigga

Ranna sagði...

nej nej, hef aldrei lesið þessa skruddu...

Bókaklúbbur sagði...

Hef lesið hana og væri sko alveg til í að lesa hana aftur.
Helga.

Sigurrós sagði...

æi, það er ekkert að marka helgu og eyrúnu. hafa þær ekki lesið allt? nei djók, en ég hefi aldrei heyrt um þessa bók og hvað þá lesið hana svo ég er til.
En hvað með leikhúsið?