miðvikudagur, 21. mars 2007

Taka tvö...

Jæja stúlkur,

eftir nánari athugun hef ég ákveðið að best sé að allir séu með sinn sérstaka aðgang að þessari bloggsíðu. Ég var við það að fá taugaáfall yfir þessu öllu saman hérna áðan, þetta hefur breyst dulítið frá því að ég var að blogga hérna í den!

En þið getið sem sagt notað ykkar hotmail eða gmail adressu, sem ég vona að allir séu með, þið þurfið bara að gera nýtt password fyrir bloggið. Sendið mér e-mail ef þetta er eitthvað óljóst...

Ég biðst forláts á þessu veseni á mér!

Þórdís tölvuNÖRD

Ps: eigum við að hafa síðuna læsta, kommentin læst eða allt opið?

5 ummæli:

Bókaklúbbur sagði...

Frábært, ég komst inn eftir að hafa farið eftir fyrstu upplýsingunum frá þér Þórdís.
Mér er sama hvort síðan sé lokuð eða opin - bæði betra.

Keðja Sigga.

Rúna sagði...

ú - flott síða, bleik og allt! Finnst allt í lagi að hafa hana opna en þar sem þetta kemur í raun engum við þá er alveg eins gott að hafa hana læsta, annars er mér sama.

xx Rúna

Sigurrós sagði...

hæbb! hef mikið að segja...finnst að hún ætti að vera læst, nenni ekki að fá einhverja kallskratta að tjá sig hér!! svo er ég sjálf með blogg sem ég nota gmail-notandanafnið mitt á (virðist vera sú eina sem er með g-mail, enda alltaf með allt nýasta nýtt á hreinu ;)) svo ég spyr hvort ég komist inn á tveimur mismunandi aðgöngum? Annars er síðan ógó flott.
P.s. líst vel á nafnið skruddurnar.

Nafnlaus sagði...

Ég held að þú getir notað sama notendanafn inn á þetta blogg, ertu búin að tékka á linknum sem ég sendi ykkur?

Bryndís sagði...

ég er greinilega ekki nógu mikill tölvunörður... Hvernig bý ég til minn eigin aðgang að síðunni þannig að ég geti bloggað undir mínu nafni?