sunnudagur, 25. nóvember 2007

Desember

Hæ!
Ég ætlaði að vera löngu búin að skrifa hérna inn. En hér kemur það! Við ákváðum eiginlega að ég myndi halda næsta klúbb, enda hef ég aldrei haldið áður, vegna ónothæfs húsnæðis:) En núna ætla ég sem sagt að bjóða ykkur heim til Einars.

Eins og hefur komið fram vorum við að spá í að hafa eitt spilakvöld, og spila fimbulfamb! (eða eitthvað annað ef þið viljið). Þá er kannski best að sleppa því bara alveg að lesa bók í það skiptið. Enda hefur fólk líka rosalega mikið að gera um þessar mundir.

En hvað segið þið, haldið þið að það sé möguleiki að skvísa inn einu spilakvöldi í desember, eða neyðumst við til að fresta þessu alveg fram í janúar?

Hvernig er vikan 3.-7. des? Hún væri fín fyrir mig...
Endilega tjáið ykkur um þetta:)

Kv. Hlíf

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jú ég get komið, verð reynar að fara yfir próf í þessari viku en ætla ekki að gera það á kvöldin - takk fyrir.

Kveðja Sigríður

Nafnlaus sagði...

Ég kemst!

Nafnlaus sagði...

Ég verð ægilega upptekin í des... en það eru mestar líkur á að ég komist 6. eða 7. des, væri sko alveg til í að líta upp úr bókum og grípa í spil :)

Nafnlaus sagði...

Ég þarf að hafa próf, fara yfir próf, skrifa ritgerð, fyrir utan almenna vinnu og bögg.
Það væri heppilegast ef klúbburinn væri haldinn 6. eða 7. Eða bara eins seint og mögulegt er.
Helga (sem er alltaf jafn merkileg með sig og erfið)

Nafnlaus sagði...

Hellú

ég held að ég sé til svona nokkurn veginn hvenær sem er (svo lengi sem ég fæ pössun) er í prófi 17. des en annars ekkert sérstakt.

Setjið þið bara einhvern góðan dag

Eva

Sigurrós sagði...

jeij! ég er til! ég er laus öll kvöld í næstu viku, kem bara með prjónana með mér ;) og máski smákökur!