Takk fyrir síðast!
Eins og þið sjáið hef ég aðeins verið að fikta í síðunni og bæta við upplýsingum.
Ég man hins vegar ekki alla titlana sem við höfum lesið, endilega bætið við ef það er eitthvað sem vantar!
Næsti klúbbur hefur ekki verið ákveðinn og nú bíðum við eftir að Eva upphugsi einhverja skemmtilega bók! :)
Kveðja, Eyrún
föstudagur, 21. september 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
Hroki og hleypidómar!
Takk, komið á listann!
líst vel á barn náttúrunnar eins og sigga talaði um í póstinum. en rosa var gaman að sjá ykkur í gær stelpur mínar! hlakka til næst og þá ætla ég að vera búin að lesa ;)
Mér finnst alveg tilvalið að lesa Barn náttúrunnar!
Sælar skruddur, smá kveðjur héðan úr danaveldi. Vildi kvitta fyrir innlitið, ég sé að þið eruð einstaklega duglega að lesa...væri til í að lesa þetta með ykkur, aldrei að vita nema ég reddi mér eitthvað af bókunum um jólin og reyni að lesa þetta upp.
Vildi annars koma með smá hugmynd fyrir þessar tölvu-duglegu í hópnum um að skella inn tenglum (linkum, er að reyna að vera svo íslensk í þessu) á heimasíðum skruddanna. Þannig maður geti líka skoðað hvað þið eruð að bralla þar :o)
Annars bara danskar kveðjur frá Rannsý P.
Góð ábending Rannsí, er búin að bæta úr tenglaleysinu.
Sumar okkar eru nú ekki með virk blogg og önnur eru minna virk. En það er a.m.k. kominn tengill á okkur allar. :)
Jæja þarf ekki að fara að gera eitthvað í því að plana næsta hitting! Er það ekki örugglega Barn náttúrunnar?
Er reyndar ekki búin að ná mér í bókina en geri það á eftir.
sammála síðasta ræðumanni, ég er allavega byrjuð á barninu og er farin að langa í hitting!
Skrifa ummæli