miðvikudagur, 4. júlí 2007

Heathcliff! It's me, it's Cathy!
Sælar stúlkur mínar!
Ef mig misminnir ekki höfðum við ekki talað um neinar dagsetningar fyrir Grasagarðshittinginn okkar.
Fyrir þær sem ekki komu síðast ákváðum við að næsta bók yrði Wuthering Heights, eina skáldsaga Emily Bronte. Og til að toppa stemninguna datt okkur í hug að hittast í Grasagarðinum og spjalla í góða veðrinu.
Nú er spurning, hvenær hentar? Ég er reyndar ekki byrjuð að lesa (datt aðeins niður í aðra bók) en væri til í seinni part mánaðarins.
Sting hér með upp á fimmtudegi 26. júlí, mánudegi 30. júlí eða þriðjudegi 31. júlí. Opið fyrir tillögur í kommentakerfi - allir að kommenta.

Kv. Eyrún

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ!

ÉG held að ég komist alla þessa daga, erum við að tala um seinni partinn eða hvað?
Er byrjuð að lesa!

Nafnlaus sagði...

Hæ, hó.

Ég er ekki byrjuð að lesa og ekki einu sinni búin að útvega mér bókina. Þvílíkt kæruleysi! Er hrifnust af því að hittast 30. júlí.
Helga.

Nafnlaus sagði...

Held að þessar dagsetningar henti mér bara allar, allavega eins og staðan er í dag...gæti þó alltaf breyst í sambandi við vinnuna....en það er ekkert við því að gera.
kv. Rannsý P.

Nafnlaus sagði...

Já....ég held að ég komist hvenær sem er, en kannski síst 26.
Er ekki enn byrjuð að lesa, las hana bara hérna í denn og þyrfti nú að rifja upp. Það er bara svo andskoti brjálað að gera!!!! Er þetta svona hjá ykkur líka??


Eva

Sigurrós sagði...

úúfff, ég er nú ekki einu sinni búin með bókina í hinum klúbbnum mínum og þarf að klára hana í næstu viku! En ég tek mig bara á. Líst vel á allar þessar dagsetningar, er laus held ég alla þessa daga. En það verður að vera seinni partinn þar sem ég er vínnandi.

Nafnlaus sagði...

Heibb. Ég kemst alla þessa daga, er ekki byrjuð að lesa og ekki búin að útvega þessa bók en það bjargast. Fer í það strax á morgun. Nú mæti ég og les bókina, þetta er ekki hægt!

Hlakka til að sjá ykkur.
Kveðja Sigga Anna panna.

Nafnlaus sagði...

Bara að segja ykkur að ég er byrjuð að lesa.....ótrúlega stolt. Hvenær er svo hittingur.

Kv. Sigga

Sigurrós sagði...

heyrið mér líst vel á 30. eða 31. júlí. held að ég komist ekki 26. júlí.