miðvikudagur, 25. júní 2008

Næsta bók.

Komið þið sælar allar sem ein!

Takk fyrir síðast, og takk fyrir mig Bryndís, þetta var glæsilegt allt saman; veitingarnar, íbúðin og fokdýru húsgögnin ;)

Við mættum sem sagt nokkrar vel lesnar fimmtudaginn 12. júní ef ég man rétt, og spjölluðum um Stutt ágrip af sögu traktorsins á Úkraínsku, sem var hin ágætasta lesning.

Við ákváðum að hafa næsta fund í Grasagarðinum í byrjun ágúst, og völdum íslenska bók - Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman Stefánsson.




















Jæja stelpur, allar að ná sér í bókina og hefja lesturinn :)

ES: Eyrún, ég er að verða búin með Áður en ég dey, mjög skemmtileg, ef það er þá rétta orðið... mæli með henni, mjög vel þýdd! Var líka að ljúka við Frásögn um margboðað morð eftir Gabríel García Marquez, fannst hún líka mjög góð. Æi einhvers staðar verður maður að monta sig, loksins byrjuð að lesa eitthvað af viti aftur! :)

Lestrarhestakveðjur,

Þórdís

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er líka búin að lesa Áður en ég dey - og tárin trítluðu niður kinnarnar. Um daginn kláraði ég líka Kona fer til læknis með vot augun.
Nýjasta meistaraverkið sem ég las er Absolout Fear (Hejarinnar ótti - mín þýðing). Einkar áhugaverð lesning um tryllta og sjúka morðingja með gamalt geðveikrahæli í bland við óttalega eggjandi konu og tælandi mann.
Helga

Þórdís sagði...

Var að klára Kona fer til læknis, herre gud. Þessi bók er frábær.

Nafnlaus sagði...

Búin að sækja bókina á bókasafnið og því ekki eftir neinu að bíða. Hvenær ætlum við að hittast?

Annars er ég dottin í Ísfólkið og maður lifandi hvað þetta eru skemmtilegar bækur. Las líka Þrettándu söguna og Stúlku með perlueyrnalokk- mjög góðar!

kv. Sigga

Regnhlif sagði...

Ég er löngu búin að lesa bókina og bíð bara eftir tilkynningu um klúbb:)