þriðjudagur, 27. mars 2007

Halló sætu spætur

Eins og þið vitið er einstaklega knappur tíminn í næsta klúbb!!! Þannig að það er best fyrir alla að byrja að lesa sem fyrst!!!!

Var hins vegar að hugsa um hvort það væri í lagi fyrir alla að breyta dagsetningunni frá 10. apríl til 11.?????

Bókin sem lesin er núna er Viltu vinna milljarð??
Ég er sko búin að lesa (liggaliggalálá) og fannst hún áhugaverð!

Er með bókina heima þannig að ef einhvern vantar....hafiði þá samband!!!!
Fyrstur kemur... fyrstur fær!!!!

Eve Gonzalez

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæhæ
Ég er sko byrjuð að lesa og hún er orðin mjög áhugaverð finnst mér.
Ég er hlynnt breytingunni að færa til 11.apríl.
Kv. Eyrún

Bryndís sagði...

Hæ hæ
Ég er byrjuð að lesa og finnst hún mjög skemmtileg
Líst vel á 11. apríl
Kv. Bryndís

Sigurrós sagði...

líst vel á breytta dagsetningu...er ekki byrjuð að lesa, en ætla að taka hana með trukki í páskafríinu!! sem er ekki langt í!

Þórdís sagði...

11.apríl hljómar vel! Ég er búin að ná mér í bókina og byrja á hverri stundu :)

Hvernig er það annars Bryndís og þið sem voruð að reyna að búa til aðgang, gengur það ekkert?? Það á ekki að vera neitt mál að nota linkinn sem ég sendi ykkur í pósti um daginn og skrá ykkur þar, þ.e. nota ykkar gömlu hotmail adressu, skrá nýtt lykilorð (kemur hotmail lykilorðinu ykkar ekkert við) sem þið notið svo til að skrá ykkur hérna inn á blogger...

Ef þið eruð nú þegar að blogga hjá blogspot þá eigið þið að getað notað sama aðgang að þessu, en bara ef þið eruð að nota nýja bloggerinn...

Nafnlaus sagði...

Kæru vinur.
Er hlynnt breytingunni.
Helga.