Jæja stelpur, best að hressa aðeins þetta blessaða blogg við með því að henda inn eins og einum færslutitt!
Það er þetta blessaða Leg... þ.e. leiksýningin! Greinilega betra að fara 25. heldur en 19., þannig að er ekki best að þær sem vilja og geta komið, láti vita í kommentakerfi þessu, og er svo ekki bara hægt að panta miða símleiðis og hver og ein sækir sinn miða bara og borgar? Ég er allavega ekki með Visa kort til að punga út fyrir herlegheitunum ef ég sé um að panta. Kíkti samt á midi.is og það virtist vera til alveg nóg af miðum.
Það er komið í ljós að ég mun verða grasekkja í sumar, húsbóndinn ætlar að fara svo sem eins og einn laaaangan túr til að draga björg í bú, þannig að ég þarf að fara að dríbba mig að redda pössun svo ég komist nú ábyggilega! Og helst líka þann 19. til að þiggja gott boð Sigurrósar :) Hvernig er annars stemmarinn fyrir því??
Var svo ekki talað um að hafa bókaklúbbinn næsta eftir leiksýninguna? Í byrjun júní eða hvað? Er einhver ykkar byrjuð að lesa? :) Nægur tími svo sem.
Jæja nú bið ég ykkur vel að lifa í bili, endilega látið vita í kommentakerfinu hvort að þið ætlið að koma í leikhús, sem sagt líka ef þið ætlið ekki að koma þannig að þetta sé allt á hreinu :)
Tjá,
Þórdís.