þriðjudagur, 6. nóvember 2007

Barn náttúrunnar hjá Siggu

Við höfum nú ekki verið mjög duglegar að uppfæra síðuna undanfarið...
en nú verður gerð bragarbót á!
Við hittumst fimm heima hjá Siggu Önnu í gærkvöld og spjölluðum um Barn náttúrunnar. Þið sem mættuð ekki, misstuð af heilmiklum og áhugaverðum umræðum um bókina sem snerust í lokin um hvernig eigi að miðla efni og "kanónum" til (mis)fávísra íslenskra ungmenna! Mjög þarfar umræður og allir höfðu sína skoðun!
Desemberhittingurinn var svo sem ekki fastnegldur en Hlíf bauðst til að halda hann. Hugmyndir voru líka um að spila og hafa kósí svona rétt fyrir jólin og þá kannski láta bóklesturinn aðeins bíða í staðinn... hvað segið þið um það?

Bara svona rétt í lokin:
Hérna er hægt að prófa Evrópuþekkingu sína, svona eins og við vorum að ræða í gær ;)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já takk fyrir gærkvöldið allar saman, þetta voru mjög skemmtilegar og áhugaverðar umræður hjá okkur!

Ég ætla að tékka á þessum leik einhvern tímann þegar ég er að gefast upp á lærdómnum :) Hérna er leikurinn sem ég var að tala um:
http://www.geosense.net/
Mæli með honum!

Svanhvít sagði...

Ógeðslega fúlt að missa af þessu því ég hefði svo viljað tala um þessa bók. Það væri gaman ef þið vilduð segja mér eitthvað um hvað ykkur fansnt hér í kommentunum, bara ef þið nennið. Ég var ekkert upprifin, sérstaklega út af kvenpersónunni sem mér fannst ekki túlkuð af neinu gífurlegu innsæi. Veit ekki.

Landafræðileikurinn er mjög skemmtilegur :)

Nafnlaus sagði...

Já, mér þykir mjög leitt að hafa ekki komist.

Mér líst mjög vel á að hafa kósý spilakvöld eða eitthvað. Það er dálítið brjálað að gera svona fyrir jólin.

Finnum bara einhver góðan tíma...
eða kannski best að Hlíf komi þá með hugmyndir?