sunnudagur, 2. desember 2007

Desember-spilaklúbbur

Jæja þá er þetta held ég ákveðið. Mér sýndust flestir (ef þeir á annað borð komast) geta komið 6. desember.

Þann 6. desember verður haldinn bóka-spilaklúbbur. Fimbulfamb eða önnur spil verða spiluð en engin bók verður lesin að þessu sinni. Boðið verður upp á léttar veitingar. Klúbburinn verður haldinn að Eggertsgötu 24, íbúð 508 (efsta hæð) og hefst um kl.20:30.

Vonast er til að sem flestir sjái sér fært að mæta, en jafnvel þótt það verði kannski fámennt, verður örugglega góðmennt.

Ég er sko að fara að halda fyrirlestur um þolmynd á morgun, þess vegna tróð ég inn eins mörgum þolmyndarsetningum og ég gat.

Sjáumst! Hlíf

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Júhú, gó þolmynd ;)
Á ég að koma með Fimbulfamb eða ertu með það, Hlíf?
Sjáumst á fimmtudag.

Regnhlif sagði...

Það væri reyndar mjög gott ef þú kæmir með það, þá þarf ég ekki að fara heim til mömmu og pabba til að sækja það

Nafnlaus sagði...

Ég stefni á að taka mér frí frá próflestri :)