Dömur mínar.
Þakka ástsamlega fyrir mig. Einkum fyrir allan harðfiskinn (sem er agalega þjóðlegur réttur) og bókaumræður (sem voru mjög alþjóðlegar).
Ég vil ítreka það hér og nú að Þórdís á að sjá um næsta bókaklúbb og þar af leiðandi næstu bók. Sá klúbbur verður þó væntanlega ekki fyrr en í byrjun júní. Í gær kom nefnilega upp sú hugmynd að skreppa saman í leikhús og sjá Leg. Síðan gætum við alla skundað á kaffihús og krufið stykkið til mergjar. Erum við ekki allar til í þetta? Leikhúsferðin verður ekki fyrr en í fyrsta lagi um miðjan maí. Við erum nefnilega nokkrar á kafi í tryllinslærdómi.
Nú ætla ég að fara að lesa. Var nefnilega að fá einn pakkann enn frá Amazon.
Helga kennslukona.
föstudagur, 13. apríl 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Gott að þú heldur síðunni uppi Helga! :) Þetta hljómar ægilega vel. Við erum ótrúlega menningarlegur og djúpt þenkjandi bókaklúbbur.
Ég er með hausinn í bleyti fyrir næstu bók...
Skrifa ummæli